Knattspyrnufélag ÍA

(Endurbeint frá ÍA Akranes)

Knattspyrnufélag Íþróttabandalags Akraness, skammstafað KFÍA en þekkist í daglegu tali sem ÍA, er knattspyrnufélag starfrækt á Akranesi. Félagið var stofnað 3. febrúar 1946 þegar að Knattspyrnufélag Akranes (KA) og Knattspyrnufélagið Kári stofnuðu Íþróttabandalag Akraness, bandalagið tók við af Íþróttaráði Akraness sem stofnað hafði verið árið 1934.[2]

Knattspyrnufélag ÍA
Fullt nafnKnattspyrnufélag ÍA
Gælunafn/nöfnSkagamenn
Stytt nafnÍA
Stofnað1946
LeikvöllurNorðurálsvöllurinn
Stærð1050 sæti, ca. 5550 alls[1]
StjórnarformaðurEggert Herbertsson
DeildKarlar: Besta deildin
Konur: 1. deild
Heimabúningur
Útibúningur

Karlalið félagsins tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti sumarið 1946, liðið hefur allt frá því átt lið í efstu deildum íslandsmóts karla í knattspyrnu. Liðið er eitt það sigursælasta á landinu með 18 Íslandsmeistaratitla, þann fyrsta árið 1951. Þá hefur liðið að auki landað 9 bikarmeistaratitlum og 3 deildarbikartitlum.

Kvennalið ÍA tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti árið 1973. Árið 1984 vann liðið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og fylgdu tveir aðrir titlar árin 1985 og 1987. Liðið hefur að auki unnið 3 bikarmeistaratitla.

Sagan

breyta

1946-1949: Fyrstu árin

breyta
Fyrsti leikurinn - KR 4-1 ÍA

„Það, sem einkenndi aðallega leik þeirra, var þetta. Ódrepandi þol og vilji til að sigra, samfari snerpu og þoli. [...] Mín skoðun er sú, að ef lið Akurnesinga fengi árs þjálfun undir handleiðslu góðs þjálfara, mættu reykvísku fjelögin vara sig.“

— H. Ó. Morgunblaðið (1946)[3]

Sumarið 1946 tók Knattspyrnudeild ÍA þátt í sínu fyrsta íslandsmóti, félagið var fyrst um sinn skammstafað ÍBA en vegna þess að Íþróttabandalag Akureyrar var með sömu skammstöfun var henni fljótt breytt í ÍA. Þetta var 35. íslandsmótið og tóku 5 lið auk Skagamanna þátt. Fyrsti leikur liðsins var upphafsleikur íslandsmótsins gegn tíföldum íslandsmeisturum KR. Leikurinn tapaðist 4-1 en þótti skaga liðið sína fína takta. Liðið endar sitt fyrsta tímabil í fimmta og næst neðsta sæti með 2 stig eftir jafntefli við Víking R. og ÍBA. Allir leikir íslandsmótsins á þessum tíma voru spilaðir á Melavellinum í Reykjavík[4]

Á fyrstu árum og fyrir stofnun ÍA eru aðstæður til knattspyrnuiðkunar litlar sem engar á Akranesi en liðið nýtir sér Langasandinn til æfinga.

Fyrsta íslandsmeistaralið ÍA (1951)

Titlar

breyta

Tölfræði leikmanna

breyta

Leikjahæstu leikmenn

breyta

Allir leikir[6]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

SætiLeikmennFæðingarárLeikjafjöldi
1Pálmi Haraldsson1974489
2Alexander Högnason1968452
3Kári Steinn Reynisson1974438
4Guðjón Sveinsson1980413
5Haraldur Ingólfsson1970401
6Guðjón Þórðarson1955392
7Ólafur Þórðarson1965377
8Karl Þórðarson1955366
9Jón Alfreðsson1949365
10Árni Sveinsson1956363

Leikir í A deild[7]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

SætiLeikmennFæðingarárLeikjafjöldi
1-2Guðjón Þórðarson1955213
1-2Pálmi Haraldsson1974213
3Kári Steinn Reynisson1974203
4Árni Sveinsson1956202
5Jón Alfreðsson1949190
6Haraldur Ingólfsson1970189
7-8Alexander Högnason1968185
7-8Ólafur Þórðarson1965185
9Karl Þórðarson1955183
10Jón Gunnlaugsson1949182

Markahæstu leikmenn

breyta

Allir leikir[8]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

SætiLeikmennFæðingarárMörk
1Matthías Hallgrímsson1946162
2Hjörtur Hjartarson1974137
3Ríkharður Jónsson1929136
4Haraldur Ingólfsson1970110
5Arnar Gunnlaugsson1973107
6-7Þórður Guðjónsson1973105
6-7Þórður Þórðarson1930105
8Garðar Gunnlaugsson1198398
9Teitur Þórðarson195295
10Þórður Jónsson193488

Leikir í A deild[9]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

SætiLeikmennFæðingarárMörk
1Matthías Hallgrímsson194676
2Ríkharður Jónsson192968
3Haraldur Ingólfsson197059
4Þórður Þórðarson193052
5Teitur Þórðarson195251
6Þórður Jónsson193449
7-8Arnar Gunnlaugsson197343
7-8Pétur Pétursson195943
9Sigþór Ómarsson195739
10Ingvar Elísson194137

Meistaraflokkur karla

breyta

Núverandi leikmenn

breyta

(Síðast uppfært 19. apríl 2024)Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú.StaðaLeikmaður
1 GKÁrni Marinó Einarsson
31 GKDino Hodzic
6 DFOliver Stefánsson
5 DFArnleifur Hjörleifsson
4 DFHlynur Sævar Jónsson
22 DFÁrni Salvar Heimisson
24 DFFinnbogi Laxdal Aðalgeirsson
3 DFJohannes Vall
- DFSveinn Svavar Hallgrímsson
66 DFJón Gísli Eyland
13 DFErik Tobias Tangen Sandberg
16 MFRúnar Már Sigurjónsson
8 MFAlbert Hafsteinsson
88 MFArnór Smárason
10 MFSteinar Þorsteinsson
17 MFIngi Þór Sigurðsson
20 MFÍsak Máni Guðjónsson
14 MFBreki Þór Hermannsson
7 MFÁrmann Ingi Finnbogason
19 MFMarko Vardic
- MFJóhannes Breki Harðarson
11 FWHinrik Harðarson
9 FWViktor Jónsson
- FWSigurður Hrannar Þorsteinsson

Meistaraflokkur Kvenna

breyta

Núverandi Leikmenn

breyta

(Síðast uppfært 15. febrúar 2016)[10]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú.StaðaLeikmaður
1 GKÁsta Vigdís Guðlaugsdóttir
3 DFMegan Dunnigan
4 DFBjörk Lárusdóttir
5 DFAníta Sól Ágústsdóttir
6 MFEva María Jónsdóttir
7 MFFríða Halldórsdóttir
8 MFGréta Stefánsdóttir
9 FWMaren Leósdóttir
10 MFBryndís Rún Þórólfsdóttir
11 MFKaren Þórisdóttir
12 GKJúlía Rós Þorsteinsdóttir
14 FWHeiður Heimisdóttir
Nú.StaðaLeikmaður
14 FWHrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
16 MFVeronica Líf Þórðardóttir
17 DFSandra Ósk Alfreðsdóttir
18 FWBergdís Fanney Einarsdóttir
19 DFAlexandra Bjarkadóttir
21 MFUnnur Ýr Haraldsdóttir (C)
24 MFAldís Ylfa Heimisdóttir
MFUnnur Elva Traustadóttir
GKVilborg Júlía Pétursdóttir
DFÞórhildur Arna Hilmarsdóttir
MFRachel Owens
DFJaclyn Poucel

Titlar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. KSÍ. Knattspyrnuvellir
  2. Íþróttabandalag Akraness
  3. H. Ó. Morgunblaðið' (1946): 2
  4. KSÍ: A deild 1946
  5. „Íslandsmót - Inkasso-deild karla - 2018“. www.ksi.is. Sótt 15. mars 2021.
  6. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  7. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  8. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  9. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  10. Núverandi leikmenn mfl. kvenna

Heimildaskrá

breyta