Hjálmar Hjálmarsson

Hjálmar Hjálmarsson (fæddur 28. ágúst 1963) er íslenskur leikari. Hann er meðal annars þekktur fyrir ekki-fréttamanninn Hauk Hauksson. Hann lék Einar blaðamann í sjónvarpsþáttunum Tími Nornarinnar (2011) og Krumma í sjónvarpseríunum Hæ Gosi. Hjálmar hefur leikstýrt fjölda útvarpsleikrita, stjórnað útvarps og sjónvarpsþáttum og leikið mörg hlutverk á sviði. Hann hefur einnig talsett fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Meðal þeirra má nefna Shrek, Pó í Kung Fu Panda, Grettir (Garfield), Rex í Toy Story, Piglet í Winnie the Poo, Wallace í Wallace and Gromit, Marel í Leitin að Nemo, Ralph í Wreck'it Ralph og Scrooge í Jólaævintýri Dickens. Hann var á framboðslista Borgarahreyfingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2009 en náði ekki kjöri. 2010 var Hjálmar kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs fyrir hönd NæstBestaFlokksins.

Salka Sól Eyfeld, tónlistarkona, er dóttir hans.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

breyta
ÁrKvikmynd/ÞátturHlutverkAthugasemdir og verðlaun
1988FoxtrotSjoppugengi
Áramótaskaupið 1988
1990Sérsveitin laugarnesvegi 25
Áramótaskaupið 1990
1991Áramótaskaupið 1991
1992Áramótaskaupið 1992
Sódóma Reykjavík
1993Limbó
Stuttur FrakkiRúnar
Áramótaskaupið 1993
1994Áramótaskaupið 1994
2000IkíngutFangavörður
2001Áramótaskaupið 2001
2002Stella í framboðiÓlafur Harðarson
2003Leben wäre schönErlendur
Opinberun Hannesar
Áramótaskaupið 2003
2006Áramótaskaupið 2006
2007Stóra planiðSveinbjörn

Tengill

breyta
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.