Jafnaðarmannaflokkurinn (Svíþjóð)

Sænskur stjórnmálaflokkur

Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn (s. Sveriges socialdemokratiska arbetareparti, SAP) er elsti starfandi stjórnmálaflokkur Svíþjóðar. Hann var stofnaður 1889. Flokkurinn býður sig fram í kosningum sem Verkalýðsflokkurinn-Jafnaðarmannaflokkurinn (s. Arbetarepartiet-Socialdemokraterna). Fylgi flokksins hefur farið dvínandi á síðustu árum en í síðustu kosningum fékk hann rétt tæp 30% atkvæða. Á eftirstríðsárunum var flokkurinn lengst af með 40-50% fylgi en mest fylgi í kosningum hlaut flokkurinn 1940, 53,8%.

Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
Sveriges socialdemokratiska arbetareparti
FormaðurMagdalena Andersson
AðalritariTobias Baudin
ÞingflokksformaðurAnnelie Karlsson
Stofnár1889; fyrir 135 árum (1889)
HöfuðstöðvarSveavägen 68, Stokkhólmi
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Jafnaðarstefna
EinkennisliturRauður  
Sæti á ríkisþinginu
Sæti á Evrópuþinginu
Vefsíðasocialdemokraterna.se

Formenn sænska Jafnaðarmannaflokksins

breyta
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.