Jafnfætlur

Jafnfætlur eða þanglýs (fræðiheiti Isopoda) eru krabbadýr í flokki stórkrabba. Af jafnfætlum eru um fjögur þúsund tegundir.

Isopoda
Sölvahnútur (Ligia oceanica)
Sölvahnútur (Ligia oceanica)
Vísindaleg flokkun
Ríki:Dýraríki (Animalia)
Fylking:Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking:Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur:Stórkrabbar (Malacostraca)
Undirflokkur:Eumalacostraca
Yfirættbálkur:Peracarida
Ættbálkur:Isopoda
Latreille, 1817
Suborders

Útlit

breyta

Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins og er nafnið jafnfætla dregið af því.

Heimild

breyta
  • „Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.