Lily Tomlin

Lily Tomlin (fædd Mary Jean Tomlin , 1. september 1939) er bandarísk leikkona, handritshöfundur, framleiðandi og uppistandari, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, Rowan and Martin's Laugh-In, Nine to Five og Nashville.

Lily Tomlin
Lily Tomlin
Lily Tomlin
Upplýsingar
FæddMary Jean Tomlin
1. september 1939 (1939-09-01) (84 ára)
Ár virk1964 -
Helstu hlutverk
Ýmsar persónur í Rowan & Martin's Laugh-In
Deborah Fiderer í The West Wing
Linnea Reese í Nashville
Violet Newstead í Nine to Five

Einkalíf

breyta

Tomlin fæddist í Detroit, Michigan en ólst upp í Paducah, Kentucky. Stundaði hún nám við Wayne State-háskólann þar sem áhugi hennar á leiklist og gjörningi hófst. Eftir nám þá byrjaði hún að koma fram sem uppistandari í næturklúbbum í Detroit og seinna meir New York-borg. Hún lærði leiklist við HB Studio í Greenwich Village í New York-borg.[1]

Í mars 2009 fékk Tomlin Fenway Healths - Dr. Susan M. Love-verðlaunin fyrir framlag sitt til heilsu kvenna.[2]

Þann 16. mars 2012 voru Tomlin og Jane Wagner heiðraðar með stjörnu á Walk of Stars í Palm Springs, Kaliforníu.

Tomlin er samkynhneigð og hefur verið í sambandi við Jane Wagner síðan 1971.

Ferill

breyta

Plötuútgáfa

breyta

Fyrsta grínplata Tomlin, This Is A Recording, kom út árið 1971. Á henni leikur hún persónuna Ernestine, sem er talsímadama og samskipti hennar við viðskiptavini gegnum símann. Tomlin fékk Grammy-verðlaunin fyrir grínplötu ársins.

Önnur grínplata hennar, And That's The Truth, kom út árið 1972. Á henni er einleikur persónunnar Edith Ann. Var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir bestu grínplötuna.

Þriðja grínplata hennar, Modern Scream, kom út árið 1975, á henni koma fram fjölmargar persónur Tomlins. Var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.

Árið 1977 þá gaf Tomlin út Lily Tomlin On Stage, sem er byggt á Broadway sýningu hennar. Var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.

Leikhús

breyta

Fyrsta hlutverk Tomlin í leikhúsi var árið 1964 í World of Illusion.[3] Árið 1977 kom Tomlin fyrst fram á Broadway í Appearing Nitely sem var skrifað og leikstýrt af Jane Wagner.[4]

Tomlin hefur einnig komið fram í Arf/The Great Airplane Snatch, Below the Belt og My Trip Down the Pink Carpet. Árið 1985 kom Tomlin fram á Broadway í einleiknum The Search of Signs of Intelligent Life in the Universe sem skrifaður var af Jane Wagner. Tomlin fór svo í ferðlag um Bandaríkin til að sýna einleikinn.[5] Endurtók hún síðan leikinn árið 2000 á Broadway.

Tomlin ferðist aftur um Bandaríkin árið 2004 til að sýna The Search. Leikritið var einnig sýnt á Broadway við frábærar viðtökur sem og í Los Angeles og San Francisco .[6]

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Tomlin var árið 1966 í The Garry More Show. Tomlin var kynnir í þættinum Music Scene árið 1969 og sama ár gerðist hún meðlimur þáttarins Rowan & Martin´s Laugh-In. Þar urðu til persónurnar; hin skapbráða talsímadama Ernestine og hin kvikindslega sex ára stelpa Edith Ann og urðu þær vinsælustu persónur Tomlin í þættinum. [7]

Tomlin var ein af fyrstu grínleikkonunum til að koma fram í karlkynsbúniningi sem persónurnar Tommy Velour og Rick í Rowan & Martin´s Laugh-In.

Á árunum 1973-1982, skrifaði Tomlin ásamt Jane Wagner sex grínþætti þar sem Tomlin lék aðalhlutverkið. Fyrir hlutverk sitt í þáttunum þá vann hún þrenn Emmy-verðlaun og Writers Guild of America-verðlaunin.

Tomlin hefur komið fram sem gestaleikkona í þáttum á borð við Saturday Night Live, Sesame Street, Desperate Housewives, NCIS, Frasier og Will & Grace.

Árið 1994 – 1997 talaði Tomlin inn á teiknimyndaþáttinn The Magic School Bus sem Ms. Valerie Frizz.

Tomlin lék forsetaritarann Debroah Fiderer í dramaþættinum The West Wing árin 2002 – 2006.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Tomlin var árið 1972 í Scarecrow in a Garden of Cucumbers. Árið 1975 þá var henni boðið hlutverk í mynd Robert Altmans Nashville þar sem hún lék Linnea Reese. Fyrir hlutverk sitt í myndinni þá var Tomlin tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Síðan árið 1980 þá lék hún í Nine to Five á móti Dolly Parton og Jane Fonda. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Big Business, Short Cuts, Getting Away with Murder, Tea with Mussolini, A Praire Home Companion og The Pink Panther 2.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
ÁrKvikmyndHlutverkAthugasemd
1972Scarecrow in a Garden of CucumbersSímaröddóskráð á lista
1975NashvilleLinnea Reese
1977The Late ShowMargo
1978Moment by MomentTrisha
1980Nine to FiveViolet Newstead
1981The Incredible Shrinking WomanPat Kramer/Judith Beasley/Símadama
1984All of MeEdwina Cutwater
1988Big BusinessRose Ratliff/Rose Shelton
1991The Search for Signs of Inteligent Life in the UniversePokakonan Truby/Angus Angst/Kate/Brandy/Tina
1991Shadows and FrogVændiskona
1993Short CutsDoreen Piggot
1993The Beverly HillbilliesMiss Jane Hathaway
1995Blue in the FaceBorðandi vöfflu
1996Flirting with DisasterMary Schlichting
1996Getting Away with MurderInga Mueller
1998Krippendorf´s TribeRuth Allen
1999Tea with MussoliniGeorgie Rockwell
2000The KidJanet
2002Orange CountyCharlotte Cobb
2004I Heart HuckabeesVivian
2006A Prairie Home CompanionRhonda Johnson
2006The Ant BullyMommoTalaði inn á
2007The WalkerAbigail Delorean
2008Gake no ue no PonyoTokiTalaði inn á ensku útgáfuna
2008Lily Tomlin Goes Shoppingónefnt hlutverk
2009The Pink Panther 2Mrs. Berenger
2012The Processionónefnt hlutverk
2013Admissionónefnt hlutverkKvikmyndatökur í gangi
2012The WeekendLilaÍ frumvinnslu
Sjónvarp
ÁrTitillHlutverkAthugasemd
1966-1967The Gary Moore ShowMörg hlutverkónefndir þættir
1969Letters to Laugh-InÞáttakandiónefndur þáttur
1972The Electric Companyónefnt hlutverkÞáttur: 142
1970-1973Rowan & Martin´s Laugh-InMörg hlutverk85 þættir
1973Lilyónefnt hlutverkSjónvarpsmynd
1975The Lily Tomlin SpecialMörg hlutverkSjónvarpsmynd
1976-1977Saturday Night LiveFarrah Fawcett/mörg hlutverk/kynnir/Ernestine/Ruth Clusen2 þættir
1983Our TimeMrs. Judith BeasleyÞáttur nr. 1.13
1984Pryor´s Placeónefnt hlutverkÞáttur: Cousin Rita
1976-1988Sesame StreetEdith Ann5 þættir
1993And the Band Played OnDr. Selma DritzSjónvarpsmynd
1994Edith Ann: A Few Pieces of the PuzzleEdith AnnSjónvarpsmynd
Talaði inn á
1994Edith Ann: Homeless Go HomeEdith AnnSjónvarpsmynd
Talaði inn á
1994FrasierRitaÞáttur: The Unkindest Cut of All
Talaði inn á
1996Homicide: Life on the StreetRose HalliganÞáttur: The Hat
1996Edith Ann´s Christmas (Just Say Noël)Edith AnnSjónvarpsmynd
Talaði inn á
1994-1997The Magic School BusMs. Valerie Frizzle52 þættir
Talaði inn á
1996-1998Murphy BrownKay Carter-Shepley39 þættir
1998The X FilesLydiaÞáttur: How the Ghosts Stole Christmas
2005SimpsonfjölskyldanTammyÞáttur: The Last of the Red Hat Mamas
Talaði inn á
2005-2006Will & GraceMargot2 þættir
2002-2006The West WingDeborah Fiderer34 þættir
200812 Miles of Bad RoadAmelia Shakespeare6 þættir
2008-2009Desperate HousewivesRoberta Simmons6 þættir
2010DamagesMarilyn Tobin10 þættir
2011NCISPenelope LangstonÞáttur: The Penelope Papers
2012Web TherapyPutsy Hodge3 þættir
2012Eastbound & DownTammy3 þættir
2012Malibu Countyónefnt hlutverkÍ frumvinnslu

Leikhús

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Academy of Science Fiction, Fantasty & Horror Films verðlaunin

  • 1982: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Incredible Shrinking Woman.

American Comedy verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem fyndnasta leikkona í aukahlutverki fyrir Blue in the Face.
  • 1994: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í aukahlutverki fyrir Short Cuts.
  • 1992: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í aðalhlutverki fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
  • 1991: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í sjónvarpi fyrir An Evening With...Friends of the Environment.
  • 1988: Verðlaun sem fyndnasta kvenn uppistandari.
  • 1987: Verðlaun sem fydnnasta kvenn uppistandari.
  • 1987: Lifetime Achievement verðlaunin í gamanleik.

BAFTA verðlaunin

  • 1978: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Late Show.
  • 1976: Tilnefnd sem upprennandi byrjandi í kvikmynd fyrir Nashville.

Berlin International Film Festival verðlaunin

  • 1977: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Late Show.

Broadcast Film Critics Association verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir A Prairie Home Companion.

CableICE verðlaunin

  • 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í kvikmynd eða míniseríu fyrir And the Band Played On.
  • 1994: Verðlaun fyrir drama eða leikhús sérþátt fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
  • 1994: Tilnefnd fyrir besta flutning í gamanþætti fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
  • 1993: Tilnefnd fyrir besta flutning í gamanþætti fyrir 10th Annual Montreal Comedy Festival.

Daytime Emmy verðlaunin

  • 1998: Tilnefnd fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
  • 1997: Tilnefnd fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
  • 1996: Tilnefnd fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
  • 1995. Verðlaun fyrir besta flutning í teiknimyndaþætti fyrir The Magic School Bus.
  • 1985: Tilnefnd fyrir besta flutning í barnaþætti fyrir Pryor´s Place.

Drama Desk verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd fyrir endurupptöku á leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
  • 1986: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
  • 1986: Verðlaun sem besta leikhúsreynslan fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.

Emmy verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Damages.
  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Homicide: Life on the Street.
  • 1996. Tilnefnd fyir besta upplýsinga sérþátt fyrir The Celluloid Closet.
  • 1994: Tilnefnd fyrir einstaklingsframmistöðu í variety/tónlistar þætti fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
  • 1993: Tilnefnd fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.
  • 1984: Tilnefnd fyrir einstaklingsframmistöðu í variety/tónlistar þætti fyrir Live...and in Person.
  • 1981: Verðlaun fyrir besta tónlistar/gaman þátt fyrir Lily: Sold Out.
  • 1978: Verðlaun fyrir besta handrit í gaman/tónlistar sérþætti fyrir The Paul Simon Special.
  • 1976: Verðlaun fyrir besta handrit í gaman/tónlistar sérþætti fyrir The Lily Tomlin Special.
  • 1976: Tilnefnd fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir The Lily Tomlin Special.
  • 1975: Tilnefnd fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir Lily.
  • 1975: Tilnefnd fyrir besta handrit í tónlistar/gaman sérþætti fyrir Lily.
  • 1974: Verðlaun fyrir besta handrit í tónlistar/gaman sérþætti fyrir Lily.
  • 1974: Verðlaun fyrir besta tónlistar/gaman sérþátt fyrir Lily.
  • 1973: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í tónlistar/variety þætti fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.
  • 1973: Tilnefnd fyrir besta handrit í tónlistar/gaman þætti fyrir The Lily Tomlin Show.
  • 1972: Tilnefnd fyrir besta afrek leikkonu í tónlistar/variety þætti fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.
  • 1971: Tilnefnd fyrir einstaklingsframmisöðu í klassískum sérþætti – einstaklingar fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.

Fantafestival verðlaunin

  • 1981: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Indcredible Shrinking Woman.

Golden Globe verðlaunin

  • 1994: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Short Cuts.
  • 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir All of Me.
  • 1978: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir The Late Show.
  • 1976: Tilnefnd fyrir frumraun sína í kvikmynd fyrir Nashville.
  • 1976: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.
  • 1972: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í sjónvarpi fyrir Rowan & Martin´s Laugh-In.

Gotham verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir A Prairie Home Companion.

Grammy verðlaunin

  • 1977: Tilnefnd sem sem besta grínplatan fyrir Lily Tomlin On Stage.
  • 1975: Tilnefnd sem besta grínplatan fyrir Modern Scream.
  • 1973: Tilnefnd sem besta grínplatan fyrir And That´s The Truth.
  • 1972: Verðlaun sem besta grínplatan fyrir This Is A Recording.

Independent Spirit verðlaunin

  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Flirting with Disaster.

Kansas City Film Cirtics Circle verðlaunin

  • 1976: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.

Lucy verðlaunin

  • 2003: Heiðruð fyrir störf sín í sjónvarpi.

Mark Twain Prize for American Humor verðlaunin

  • 2003: Verðlaun fyrir framlag sitt til Amerísk spaugs (gríns).

Michigan Women´s Hall of Fame

  • 1998: Heiðruð fyrir vinnu sína gagnvart listum og skemmtanaiðnaðinum.

National Society of Film Critics verðlaunin

  • 1975: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.

New York Film Critics Circle verðlaunin

  • 1975: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.

Outer Critics´ Circle verðlaunin

  • 1985-1986: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.

Óskarsverðlaunin

  • 1976: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nashville.

Peabody verðlaunin

  • 1996: Verðlaun fyrir The Celluloid Closet sem kynnir og meðframleiðandi, ásamt Telling Pictures, HBO, Channel 4 og ZDF-Arte.
  • 1996: Verðlaun fyrir Edith Ann´s Christmas – Just Say Noël sem Tomlin and Wagner Theatricalz, ásamt ABC og Kurtz & Friends.

Province International Film Festival verðlaunin

  • 2000: Lily verðlaunin.

Satellite verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir A Prairie Home Companion.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003. Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

Seattle International Film Festival verðlaunin

  • 1991: Verðlaun sem besta leikkona fyrir The Search for Signs of Inteligent Life in the Universe.

Tony verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd fyrir endurupptöku á leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
  • 1986: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir The Search for Signs of Intelligent in the Universe.
  • 1977: Sérstök verðlaun.

U.S. Comedy Arts Festival verðlaunin

  • 2002: Career Tribute verðlaunin.

Venice Film Festival verðlaunin

  • 1993: Verðlaun með leikhópi fyrir Short Cuts.

WinFemme Film Festival verðlaunin

  • 2002: WIN Lifetime Achievement verðlaunin.

Women in Film Crystal verðlaunin

  • 1992: Crystal verðlaunin.

Writers Guild of America verðlaunin

  • 1974: Tilnefnd fyrir besta handritið fyrir Lily.

Tilvísanir

breyta
  1. Ævisaga Lily Tomlin á IMDB síðunni
  2. „Fréttatilkynning Fenway Health um viðtakendur Dr. Susan M. Love verðlaunanna þann 5. mars 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2012. Sótt 5. júní 2012.
  3. „Leikritið World of Illusion á The Internet Off-Broadway Database síðunni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. október 2012. Sótt 5. júní 2012.
  4. Ferill og ævisaga Lily Tomlin á heimasíðu hennar
  5. Ferill og ævisaga Lily Tomlin á heimasíðu hennar
  6. Ferill og ævisaga Lily Tomlin á heimasíðu hennar
  7. Persónur Lily Tomlin á heimasíðu hennar[óvirkur tengill]

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta