Osric Chau

kanadíska bardagalist og leikari

Osric Chau (fæddur 20. júlí 1986) er kanadískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Supernatural og 2012.

Osric Chau
Fæddur20. júlí 1986 (1986-07-20) (37 ára)
Ár virkur2002 -
Helstu hlutverk
Kevin Tran í Supernatural
Nima í 2012

Einkalíf

breyta

Chau fæddist í Vancouver, Kanada. Byrjaði átta ára gamall að taka leiklistartíma og hefur stundað sjálfsvarnaríþróttir síðan hann var þrettán ára. Chau var meðlimur kanadíska Wu Shu landsliðsins.[1]

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Chau var árið 2002 í sjónvarpsþættinum Cold Squads. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum- og myndum á borð við The Troop, Kung Fu Killer, Mister French Taste og Dragon Boys.

Chau hefur síðan 2012 verið með stórt gestahlutverk sem Kevin Tran í Supernatural.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Chau var árið 2009 í Rasa. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Gardenesque, I Know a Woman's Heart, Must Come Down og The Man with the Iron Fists.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
ÁrKvikmyndHlutverkAthugasemd
2009RasaImer
20092012Nima
2009GardenesqueTom
2011Elixirónefnt hlutverk
2011I Know a Woman´s HeartChen Erdong
2012Return of the Dragon Returns in 60 SecondsTang Lung
2012Must Come DownStrákur
2012Fun SizePeng
2012The Man with the Iron FistsAðstoðarmaður járnsmiðs
Sjónvarp
ÁrTitillHlutverkAthugasemd
2002Cold SquadVic DnangÞáttur: Back in the Day
2007Dragon BoysUnglingurSjónvarpsmynd
2008Kung Fu KillerLang HanSjónvarpsmynd
2009The TroopHectorÞáttur: Forest Gump
2011Best PlayerVinur AshSjónvarpsmynd
2012Mister French TasteLeon7 þættir
2012Halo 4: Forward Unto DawnJunje ChenSjónvarpssería
2012-2013SupernaturalKevin Tran11 þættir

Tilvísanir

breyta
  1. „Ævisaga Osric Chau á Heimasíðu Osric Chau“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2013. Sótt 13. maí 2013.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta